154. löggjafarþing — 51. fundur,  15. des. 2023.

skattar og gjöld.

468. mál
[14:02]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Líkt og fram hefur komið erum við hér að fara að greiða atkvæði um bandorm þar sem kennir ýmissa grasa. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði erum sérstaklega ánægð með ákveðin atriði sem eru þarna inni, til að mynda stuðningsaðgerðir við íbúa Grindavíkur, að hér skuli vera haldið áfram ívilnunum vegna kaupa á rafhjólum og svo það að verið sé að taka upp þrepaskipt gistináttagjald. Ég tel að meiri hluti nefndarinnar hafi þar komist að býsna góðri niðurstöðu og ég tel að breytingartillögur meiri hluta nefndarinnar séu allar til þess að bæta málið. Ég mun svo gera nánari grein fyrir atkvæði mínu í sérstökum greinum frumvarpsins.