154. löggjafarþing — 51. fundur,  15. des. 2023.

skattar og gjöld.

468. mál
[14:06]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Að venju munum við í þingflokki Miðflokksins leggjast gegn þeim atriðum er snúa að hækkun gjalda og skatta. Það er auðvitað sérstaklega í bandormi eitt sem það á við. Við munum auðvitað styðja við mál er snúa að Grindavík en ég vil jafnframt minna á það sem segir í 6. kafla greinargerðarinnar um mat á áhrifum þar sem segir, með leyfi forseta:

„Aðrar breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu hafa samanlagt ekki teljandi áhrif á afkomu ríkissjóðs, sveitarfélaga, einstaklinga og lögaðila verði frumvarpið óbreytt að lögum.“

Eins og oft vill verða er ekki í þessu samhengi tekið tillit til ýmiss aukakostnaðar sem snýr að skýrslugerð, vinnu, utanumhaldið og þess háttar. Við verðum að fara að tileinka okkur það að horfa með heildstæðari hætti á þá íþyngjandi löggjöf sem við samþykkjum hér og breytingar þar á, í stað þess að horfa þröngt á breytingar á afkomu ríkissjóðs vegna slíkra atriða.