154. löggjafarþing — 51. fundur,  15. des. 2023.

skattar og gjöld.

468. mál
[14:21]
Horfa

Teitur Björn Einarsson (S):

Herra forseti. Það er sjálfsagt að ræða þetta frekar í efnahags- og viðskiptanefnd. Málið er nú ekki alvarlegra en svo að um er að ræða lífeyristekjur sem einstaklingur búsettur erlendis hefur. Þá getur hann, ef hann er búsettur t.d. innan Evrópska efnahagssvæðisins, óskað sérstaklega eftir því að vera skattskyldur á Íslandi kjósi hann að njóta þeirra réttinda sem fylgja því, m.a. skattaívilnana sem persónuafsláttur gefur. Þetta er nú allt málið og fékk enga sérstaka umfjöllun í efnahags- og viðskiptanefnd og um þetta var ágætur samhljómur. Umsögn frá Öryrkjabandalagi Íslands barst seint, þegar málið var í lokaúttekt, og það var ekkert sérstaklega óskað eftir þeirra aðkomu en það er sjálfsagt að verða við þeim athugasemdum sem hér hafa komið fram.