154. löggjafarþing — 51. fundur,  15. des. 2023.

raforkulög.

541. mál
[16:15]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ástæðan fyrir því að hv. þingmaður fékk kannski ekki almennilegt svar við fyrirspurn sinni áðan er sú að ég á ekki svarið til. En hvað seinni spurningu hv. þingmanns áhrærir þá get ég svo sem alveg sagt það að mér liggur ekkert á að komast í jólafrí, ég væri alveg til í að taka næstu viku líka í að velta vöngum yfir þessu, við kölluðum inn fleiri umsagnaraðila og eins ætti að vera hægt að kalla nefndina saman einhvern tímann fyrr í janúar til að bregðast við. Ég held að að einhverju leyti hafi kannski verið samið um þinglok áður en það lá almennilega fyrir hversu þungt og stórt mál þetta væri og auðvitað hafa þar að auki verið að detta hérna inn mál núna með skömmum fyrirvara sem hefði verið gott að leggjast betur yfir þannig að ég held að það myndi ekki standa á mér að gefa þessu öllu meiri tíma og jafnvel taka bara næstu nótt í að skoða þetta saman, halda gistipartí.