154. löggjafarþing — 52. fundur,  16. des. 2023.

fjáraukalög 2023.

481. mál
[17:15]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í frumvarpi um fjárauka er lagt til að fjárheimildir ríkissjóðs verði auknar um 83,5 milljarða kr., um 6,3% frá þegar samþykktum fjárheimildum. Þetta er mikil viðbót, ekki síst á tímum verðbólgu. Vaxtagjöld ríkisins reyndust 26 milljarðar kr., 26 milljörðum kr. hærri en áætlað var, og lífeyrisskuldbindingar jukust um 44 milljarða kr. Vaxtagjöld ríkisins verða 106 milljarðar kr. og á næstu árum er útlit fyrir að þau aukist enn meira og verði á næsta ári 117 milljarðar kr. Þessi fjáraukalög eru ekki til þess að minnka verðbólguna í landinu, sem er mjög miður.

Annað sem er vert að athuga er að það er breytingartillaga sem lýtur að Grindavík og ég tel að vinnubrögðin þar hafi ekki verið nægilega góð, eins og kom fram í bókun hjá minni hluta nefndarinnar. Ég vonast til þess að í framtíðinni verði ekki komið svona fram við fjárlaganefnd og ég treysti því að meiri hlutinn og ráðherrar virði það.