154. löggjafarþing — 52. fundur,  16. des. 2023.

fjáraukalög 2023.

481. mál
[17:21]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Herra forseti. Ég er eiginlega búin að missa töluna á þeim tækifærum sem ég hef gefið stjórnarflokkunum á því að taka utan um jólabónus til eldra fólks sem er í rauninni með lægri afkomu og framfærslu heldur en öryrkjarnir sem við erum að láta fá jólabónus núna fyrir jólin. Þetta eru ríflega 2.000 einstaklingar og upphæðin er um 140 millj. kr. Þetta eru einstaklingar sem eru ekki að fá lífeyrissjóð. Þetta eru ekki 62.000 eldri borgarar heldur ríflega 2.000 eldri borgarar og helmingurinn af þeim hefur farið úr því að vera öryrki yfir í það að vera eldri borgari og um leið misst það sem heitir aldurstengd örorkuuppbót og lent í einhverju ákveðnu gati, sem þið eruð náttúrlega alveg greinilega ákveðin í að lofa þeim að svamla um í áfram þó að ég sé að gefa ykkur hérna í fjórða eða fimmta sinn kost á því að skipta um skoðun. Ég á ekki eitt einasta aukatekið orð yfir þessu.