154. löggjafarþing — 60. fundur,  30. jan. 2024.

veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða.

521. mál
[15:18]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Þórarinn Ingi Pétursson) (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni spurninguna. Hvers vegna er lífsnauðsynlegt að koma þessu í kvóta? Það er spurning sem atvinnuveganefnd þarf að svara í sinni vinnu, það er alveg skýrt. Það sem frumvarpið leggur til, og það hefur verið talað hér um fyrirsjáanleika og annað og það að veiðarnar sem slíkar geti orðið arðbærari en þær eru í dag — það er markmiðið. En það er þá líka vinna nefndarinnar að fara yfir allar þær umsagnir sem við fengum á síðasta þingi og sömuleiðis þær umsagnir sem berast til nefndarinnar eftir að það fer út til umsagnar á fimmtudaginn. Þá þurfum við að rýna þær umsagnir og rýna þetta enn frekar og þá getum við svarað hv. þingmanni þeirri spurningu sem borin er upp: Af hverju er þetta lífsnauðsynlegt? Við hefðum svo sem getað svarað þeirri spurningu (Forseti hringir.) eins og þetta var í fyrra, en ég tel að með því að við gefum okkur enn betri tíma getum við staðfest það enn frekar. (Forseti hringir.) En það er nefndarinnar að leysa úr því.