154. löggjafarþing — 61. fundur,  31. jan. 2024.

sértækur húsnæðisstuðningur vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ.

618. mál
[16:16]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Forseti. Við styðjum auðvitað öll þetta mikilvæga mál eins og sést hérna. Mig langar bara til að árétta það að ég hefði talið betur fara á því að láta þetta gilda enn þá lengur heldur en lagt er til í breytingartillögu meiri hlutans þar sem það er alveg ljóst að það sem íbúar Grindavíkur hafa fyrst og fremst verið að kalla eftir umfram allt annað er einhvers konar fyrirsjáanleiki, einhvers konar stöðugleiki, fyrirsjáanleiki í aðstæðum sem setja líf þeirra allt upp í lausaloft. Ég hefði talið fara betur á því að láta þetta gilda lengur, jafnvel þótt það hefði í för með sér að úrræðið gilti umfram það þegar önnur úrræði kæmu til. En að því sögðu þá að sjálfsögðu styð ég báðar breytingarnar sem gerðar eru og frumvarpið sjálft.