154. löggjafarþing — 63. fundur,  1. feb. 2024.

skerðing námslána vegna vinnu með námi.

[11:09]
Horfa

Tómas A. Tómasson (Flf):

Virðulegi forseti. Ég þakka þetta svar. Ég vil minna hæstv. ráðherra á það að með aukinni þátttöku námsmanna á vinnumarkaði mun ríkissjóður hagnast, enda greiða námsmenn skatt af sínum atvinnutekjum. Námslánin munu að sjálfsögðu skila sér til baka, enda þarf að greiða þau upp eins og öll önnur lán. Lán eru í eðli sínu frábrugðin styrkjum. Hæstv. ráðherra hefur áður lýst því yfir að hún vilji gera breytingar til að draga úr þessum skerðingum. Það er gott. Ég hvet ráðherra til að hraða útgáfu áðurgreindrar skýrslu. Í millitíðinni sé námsmönnum gefin full heimild til að vinna eins og þeim hentar, ótakmarkað, burt séð frá öllum skerðingum, sama hvað.