154. löggjafarþing — 63. fundur,  1. feb. 2024.

norrænt samstarf 2023.

625. mál
[13:19]
Horfa

Magnús Árni Skjöld Magnússon (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka hv. þm. Andrési Inga Jónssyni fyrir þessar athugasemdir sem hann hefur komið fram með og eru mjög áhugaverðar. Það er auðvitað hárrétt hjá hv. þingmanni að þegar fram fer uppbygging á sviði varnar- og öryggismála þá þarf auðvitað að ræða hana og er eðlilegt að hún sé rædd á vettvangi þjóðþingsins. Samanburður hans á því sem farið hefur fram innan þessara veggja og þess sem hefur gerst í Noregi er auðvitað sláandi. Mig langar þess vegna að spyrja hv. þingmann hvers vegna hann haldi að það sé þessi feimni við að ræða varnarmál á Alþingi Íslendinga.