154. löggjafarþing — 70. fundur,  12. feb. 2024.

áætlanir stjórnvalda til að tryggja orkuöryggi á Suðurnesjum.

[15:41]
Horfa

innviðaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Hér spruttu fram mjög margar spurningar sem er alveg hægt að taka í heila sérstaka umræðu og jafnvel tvöfalda, vegna þess að þetta eru sannarlega áskoranir. En ég vil bara segja eins og er að ég hef ekki séð það í þessu ferli núna að það hafi skipt máli. Mér sýnist öll fyrirtæki vinna hörðum höndum að því að tryggja þessa þjónustu. Það reynir hins vegar á og mér finnst eðlilegt að við í þessum sal og víðar tökum þessa umræðu almennt en ekki endilega hér til að svara stuttri fyrirspurn á hálfri mínútu. Ég vil nefnilega koma því að að það var rangt sem kom fram að hefði verið farið að tillögum um varahitaveitu þá hefði verið nóg vatn. Það hefði tekið miklu lengri tíma þó að sú ákvörðun hefði verið tekin um miðjan nóvember, það hefði ekki verið hér vatn. (Gripið fram í.) — Það var ekki hv. þingmaður sem spurði, það var hérna fyrra andsvar. (Gripið fram í.) Það er verið að koma því á framfæri vegna þess að það er rangt. Við fórum hins vegar í að tryggja varavatnsból þar, nóg af köldu vatni á Suðurnesjum og bæði búið að tryggja nýtt varavatnsból og önnur vatnsból sem eru til þannig að það verður ekki vandamál. Það verður vissulega vandamál ef einhver sú sviðsmynd birtist okkur (Forseti hringir.) þar sem rafmagn og hiti er aftur undir áskorun. Það er unnið að því að koma upp fleiri varaleiðum en við erum auðvitað svolítið í kappi við náttúruna og verðum líka stundum að vona það besta.