154. löggjafarþing — 74. fundur,  19. feb. 2024.

varamenn taka þingsæti.

[15:01]
Horfa

Forseti (Oddný G. Harðardóttir):

Borist hefur bréf frá formanni þingflokks Framsóknarflokksins um að Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir verði fjarverandi á næstunni. Einnig hafa borist bréf frá Andrési Inga Jónssyni og Dagbjörtu Hákonardóttur um að þau verði fjarverandi á næstunni.

Í dag taka því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi, Friðrik Már Sigurðsson, 2. varamaður á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, Valgerður Árnadóttir, en 1. varamaður hefur boðað forföll, og 1. varamaður á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, Magnús Árni Skjöld Magnússon.

Friðrik Már Sigurðsson, Valgerður Árnadóttir og Magnús Árni Skjöld Magnússon hafa öll áður tekið sæti á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa að nýju.