154. löggjafarþing — 74. fundur,  19. feb. 2024.

lögreglulög.

707. mál
[17:46]
Horfa

dómsmálaráðherra (Guðrún Hafsteinsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef aldrei sagt annað en að þetta er frumvarp um eftirlit á almannafæri en þetta er ekki frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir. Þetta frumvarp snýst að meginstefnu um eftirlit lögreglu á almannafæri samkvæmt ströngum skilyrðum, byggt á almennum afbrotavörnum. Þetta er frumvarp um eftirlit á almannafæri, eins og ég hef sagt, en forvirkar rannsóknarheimildir fela í sér þvingunarráðstafanir gagnvart einstaklingum, svo sem hleranir og haldlagningu, þegar þær ráðstafanir byggja ekki á sakamálalögum. Við erum ekki að óska eftir heimildum til þess. Við erum að óska eftir því, ef grunur leikur á refsiverðri háttsemi sem annaðhvort er tengd skipulagðri brotastarfsemi eða getur stefnt öryggi ríkisins í voða, að lögreglan fái heimildir til að stunda vöktun í almannarýminu.