154. löggjafarþing — 75. fundur,  20. feb. 2024.

mat á endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna.

577. mál
[14:19]
Horfa

Jakob Frímann Magnússon (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir að deila með okkur meginpunktum úr þeirri skýrslu sem er núna vonandi að bæta kerfið okkar. Það er alveg ljóst að þessi tiltölulega nýju lög um Menntasjóð námsmanna eru meingölluð, og varla búin að ná fjögurra ára aldrinum. Það gott að huga að því að laga það þá bara í snarheitum vegna þess að það er sennilega besta fjárfesting sem við getum gert í sjálfum okkur og okkur sem þjóð, að stuðla að auknu menntastigi. Eins og fram kom í ræðu hæstv. ráðherra erum við því miður að sjá hér færri nýta sér þó það sem til boða stendur. Og hví skyldi það nú vera? Jú, þeir óheyrilegu vextir sem leggjast á þessi lán sem önnur eru einn þátturinn og það er bara ekki nægjanlega gott. En það sem ég ætla að spyrja ráðherrann um er: Hvernig stendur á því að það er bara leitað til þeirra sem eru í námi um umsagnir en ekki þeirra sem hafa kannski (Forseti hringir.) flosnað frá námi og ekki getað klárað sitt nám sökum þessa ramma sem til boða hefur staðið?