154. löggjafarþing — 75. fundur, 20. feb. 2024.
mat á endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna.
577. mál
Hæstv. forseti. Ég þakka þér fyrir skilninginn. Það er ekki alltaf þannig að varaþingmenn átti sig á reglunum hér í þessum sal. Við höfum tíma til að ræða þessi mál betur. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við skoðum greiðendahliðina á þessu kerfi, ekki síst í þessu nýja kerfi sem ég hef frá upphafi haft nokkrar áhyggjur af. Hún er önnur í gömlu kerfunum en þar eru á henni hliðar sem líka hafa verið mjög bagalegar og reynst fólki erfiðar.