154. löggjafarþing — 77. fundur,  22. feb. 2024.

tímabundinn rekstrarstuðningur vegna náttúruhamfara i Grindavíkurbæ.

675. mál
[13:21]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla bara að mótmæla því að það sé látið liggja að því að áætlanagerðin sé ekki jafn góð og mikil og mögulegt er við þessar aðstæður. Ég tel að stjórnvöld hafi einmitt vandað sig við það að bregðast við aðstæðum. Það var til að mynda farið í byggingu varnargarða sem ég tel að skipti mjög miklu máli. En því miður er það þannig, og við þekkjum það frá allt of mörgum dæmum í okkar landi, að það verður ekki fyrir öllu séð þegar kemur að náttúruvá. En ég tel einmitt að með vinnu almannavarna og samvinnu almannavarna og stjórnvalda hafi verið tekið af festu á málum og reynt að undirbúa sig eins og mögulegt er.