154. löggjafarþing — 77. fundur,  22. feb. 2024.

kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík.

704. mál
[14:48]
Horfa

Flm. (Guðbrandur Einarsson) (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir hans svar. Ég er ekki löglærður maður en ég skil það þegar staðan hjá fólki er þannig að við einhverjar aðgerðir stjórnvalda þá blasir bara gjaldþrot við. Ég get ekki undir neinum kringumstæðum sem þingmaður tekið þátt í slíkri lagagerð vegna þess að við erum hér til að standa með því fólki sem er að verða fyrir einhverjum stærsta viðburði sem Íslendingar hafa upplifað og markmiðið með þessu upphaflega var að koma fólki í skjól utan Grindavíkur. En þegar við erum að tala um eitthvað sem heitir almenn viðmið þá næ ég því ekki alveg akkúrat á þessum tímapunkti. Þurftu ekki að koma til (Forseti hringir.) sértæk viðmið til að ná utan um þann hóp sem er að verða fyrir mestum skaða í Grindavík?