154. löggjafarþing — 77. fundur,  22. feb. 2024.

greiðsluaðlögun einstaklinga.

27. mál
[19:43]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Við erum hér að greiða atkvæði um breytingartillögu. Þetta er gott frumvarp en ég vil þó leggja til að gengið verði lengra og séð til þess að allar kröfur vegna námslána og meðlagsskulda við opinbera aðila geti fallið undir greiðsluaðlögun til að auka líkur á því að það markmið náist að leysa greiðsluerfiðleika umsækjenda um greiðsluaðlögun. Þetta er mjög einfalt. Tökum alla hlekkina, skiljum ekki tækifæri eftir til þess að hlekkja einhvern í skuldaklafa það sem eftir er. Við erum að gera mjög góða hluti og þetta er alveg frábært, en ekki fullkomið. Með því að samþykkja þetta er þetta fullkomið en ég sé að hæstv. ríkisstjórn vill ekki hafa þetta fullkomið. Hún vill skilja einhverja eftir sem verður hægt að hlekkja í skuldaklafa, og það er leitt.