154. löggjafarþing — 77. fundur,  22. feb. 2024.

tímabundinn rekstrarstuðningur vegna náttúruhamfara i Grindavíkurbæ.

675. mál
[19:50]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við í Samfylkingunni styðjum þetta mál og við styðjum breytingartillögur sem efnahags- og viðskiptanefnd leggur til. En þetta er tímabundinn rekstrarstuðningur og við lítum svo á að það sé augljóst að fleira þurfi að koma til til stuðnings fyrirtækjum í Grindavík og við lýsum okkur reiðubúin til þess að vinna að því máli með öðrum þingmönnum og ráðherrum.