154. löggjafarþing — 77. fundur,  22. feb. 2024.

kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík.

704. mál
[20:30]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Afsakið, smá efnislegt í viðbót. Það er áhugavert að pæla aðeins í kostnaðinum við þetta. Þó að það sé útlagður kostnaður ríkisins núna þá fær ríkið, ef allt fellur í ljúfa löð, allt til baka og fólk vonandi nær að stíga aftur inn í Grindavík, inn í samfélagið sitt í sömu stöðu og það er að fara út úr núna, þ.e. ekki þessari óvissustöðu heldur áður en jarðhræringarnar byrjuðu. Ég held að það sé mikilvægt að við teiknum það, mér finnst það einmitt vanta í þetta frumvarp, við vitum ekki alveg hver næstu skref verða, hvernig það verður meðhöndlað að kaupa sig inn aftur. Það er ekki augljóst. Mér finnst það óþægilegt þegar ég er að greiða atkvæði um þetta frumvarp að það sé ekki skýrt að fólk nái aftur að fá húsnæði sitt í sama ástandi, með sömu lánakjör og sömu skuldastöðu og ýmislegt svoleiðis og þegar það fór. Það er vandamálið í þessu.