154. löggjafarþing — 77. fundur,  22. feb. 2024.

kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík.

704. mál
[20:41]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Ég þarf að fá nýja útgáfu breytingartillöguskjalinu, virðulegi forseti, en ég vildi einmitt koma upp í þessu máli þannig að þetta slapp til. Ég vildi bara benda á að hér er verið að taka búseturéttarhafa inn í þetta úrræði, sem ég tel að hafi verið gríðarlega mikilvægt. Ég styð að það sé gert en sjálf hefði ég viljað nálgast það á annan hátt til þess að gera það ekki að verkum að fólk detti í raun út úr búsetukerfinu við þetta úrræði þar sem það verður bara keypt út úr búsetunni en ekki þannig að Búmönnum verði hjálpað við að koma upp sambærilegu úrræði annars staðar. En það breytir því ekki að það er mjög mikilvægt að þessi hópur sé tekinn inn. Ráðuneytið og samráðshópurinn skildu það svolítið eftir í höndum nefndarinnar að gera það og það er gott að nefndin gerði það. En eins og ég segi, ég hefði viljað ganga aðeins lengra í þessu.