154. löggjafarþing — 77. fundur,  22. feb. 2024.

fjáraukalög 2024.

717. mál
[21:40]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við í Flokki fólksins munum vera á gula takkanum í þessu ákvæði. Við höfum gert mjög ítarlega grein fyrir afstöðu okkar til aukinnar lántöku undir meðferð málsins og þar tek ég undir með hv. þm. Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur. Það er í rauninni furðulegt að það skuli vera eina úrræðið alltaf hreint að taka frekari lán. Við vorum þegar búin að samþykkja 200 milljarða kr. lántöku með fjárlögunum í desember síðastliðnum og hér er verið að bæta þessum 30 milljörðum við. Við í Flokki fólksins getum ekki samþykkt það þannig að ég mun leggja til breytingartillögu þar sem við munum óska eftir að felldur verði brott a-liður 1. gr. og mun ég flytja hana núna við 3. umræðu.