154. löggjafarþing — 77. fundur,  22. feb. 2024.

fjáraukalög 2024.

717. mál
[21:51]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vildi bara vitna í greinargerð með frumvarpinu sem þessi fjárauki er ætlaður til að fjármagna, þ.e. frumvarpi um að kaupa íbúðarhúsnæði í Grindavík. Þar stendur, með leyfi forseta, á bls. 21:

„Frumvarpið felur í sér verulega tilfærslu verðmæta úr opinberum sjóðum til eigenda þess húsnæðis sem það nær til. Í þessu felst að aðhaldsstig opinberra fjármála verður slakara en ella. Í stað þess að hafa áhrif til lækkunar verðbólgu og vaxta, líkt og gert var ráð fyrir í samþykktum fjárlögum 2024, verða áhrif ríkisfjármálanna á þessar stærðir allt að því hlutlaus á árinu 2024 nema ráðstöfunin verði fjármögnuð með hækkun skatta eða lækkun útgjalda …“ — sem átti að fjalla nánar um hér aftar en er hvergi gert og liggja engin fyrirheit um þannig að ég vildi bara leiðrétta það. Það stendur í greinargerð frá sama ráðherra og er að leggja til þennan fjárauka að áhrifin séu í besta falli hlutlaus.