154. löggjafarþing — 80. fundur,  5. mars 2024.

heilbrigðisþjónusta.

728. mál
[17:34]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Þetta er létt og lipurt frumvarp um skilgreiningar á fjarheilbrigðisþjónustu. Mér datt í hug þegar ég sá þetta að það væri búið að gerast ýmislegt síðan heilbrigðisstefnan var samþykkt hérna. Það er búið að bætast við raunverulegur valkostur í fjarheilbrigðisþjónustu og nærheilbrigðisþjónustu líka, þ.e. gervigreindartæknin sem ákveðinn fyrsti viðkomustaður næstum því fyrir fólk sem er að leita að upplýsingum eða leita eftir heilbrigðisþjónustu. Það er spurning hvort maður beini því til nefndarinnar að fá álit á því í nefndinni og bæta því jafnvel við. Ég vænti þess síðan að hæstv. heilbrigðisráðherra komi og svari munnlegri fyrirspurn bráðum, þá er þetta kannski hluti af því.