154. löggjafarþing — 82. fundur,  7. mars 2024.

dánaraðstoð.

771. mál
[12:58]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka svörin. Mig langar að spyrja í framhaldi af eftirlitinu sjálfu um 11. gr. en þar kemur fram að ákvörðunum eftirlitsnefndarinnar verður ekki skotið til annars stjórnvalds. Mig langar aðeins að heyra hv. þingmann velta því upp hvort það þurfi kannski slíkan möguleika, að til þrautavara þá þurfi væntanlega aðstandendur að geta leitað lengra. Eins hvernig þetta spilar saman við lokakaflann um sviptingu starfsleyfis og refsingu þar sem hægt er að vísa brotum á þessum lögum til dómstóla. Þurfum við, hvað á ég að segja, snikka þetta aðeins til þannig að það nái betur utan um ferlið þannig að fólk sé ekki svipt rétti sínum til að láta endurskoða þær ákvarðanir sem eiga sér stað á grundvelli laganna?