154. löggjafarþing — 86. fundur,  18. mars 2024.

Áhrif aukins peningamagns í umferð.

[15:23]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Aftur velti ég fyrir mér eðli fyrirspurnar hv. þingmanns. Ég ítreka enn og aftur það sem ég hef áður sagt að mér finnst mikilvægt að það sé skýrt að þetta mál hefur engin áhrif á aðkomu ríkisins að kjarasamningum eða almennt hvernig við högum ríkisfjármálunum. Hins vegar er það mjög mikilvægt að ferlum sé fylgt. Hér er Landsbankinn að fara inn á nýtt svið á fjármálamarkaði sem eru tryggingar. Þá er eðlilegt að slík ákvörðun teljist meiri háttar, að mínu viti, og að öllum lögum og ferlum sé fylgt í þessu máli. Það er það sem ég hef um það að segja. Til að ítreka líka svar við fyrri fyrirspurn er ég þeirrar eindregnu skoðunar að Landsbankinn eigi að vera í eigu almennings, eigi að halda áfram að vera í eigu almennings og tel enga ástæðu til þess að selja þann banka að hluta eða í heild.