154. löggjafarþing — 89. fundur,  20. mars 2024.

framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024--2027.

584. mál
[15:38]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ekki furða miðað við að allt er rautt á töflunni að megninu til og þetta fellt. Þarna erum við að biðja um lögfestingu valfrjálsrar bókunar í málefnum fatlaðs fólks um kæruleiðir. Er það mjög flókið mál að samþykkja svoleiðis hluti? Hvers vegna í ósköpunum erum við með þessa heilu bók um það hvernig við ætlum að lögleiða samning Sameinuðu þjóðanna um málefni fatlaðs fólks en við erum búin að vera með hér inni í sex eða sjö ár frumvarp um að lögleiða samning um réttindi fatlaðs fólks? Af hverju erum við ekki búin að því? Við erum líka búin að vera með hér inni að lögleiða valfrjálsu bókunina um kæruleiðir. Það á hvorugt að gera. Það á að hafa þessa löngu bók og það á fara fram á næsta kjörtímabili, að megninu til. Á næsta kjörtímabili. (Forseti hringir.) Þess vegna, þegar ég sé hvernig á að gera þetta, þá get ég ekki stutt þessa áætlun.