154. löggjafarþing — 89. fundur,  20. mars 2024.

Fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra.

[16:29]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Sú athugun sem er í gangi er eftir þeim leikreglum sem við sjálf höfum sett, sem eru þær að Bankasýslan sendir bréf á bankaráð Landsbankans og óskar eftir upplýsingum um aðdraganda og ákvarðanir og annað í þessu máli til að geta lagt mat á það hvernig það gerðist og með hvaða hætti bankaráð hefði átt að upplýsa Bankasýsluna, sem það gerði ekki. Það er sú athugun sem er í gangi og er í samræmi við þær leikreglur sem við hér höfum sett.