154. löggjafarþing — 90. fundur,  21. mars 2024.

búvörulög.

505. mál
[11:51]
Horfa

Sigurjón Þórðarson (Flf) (andsvar):

Frú forseti. Það sem mig langaði að fá nánari upplýsingar um er hvar samvinnutóninn sé að finna. Hvar er samvinnuhugsjónina að finna í þessu frumvarpi? Ég sé hana ekki og ekki heldur í þeim viðbrögðum sem koma fram við frumvarpinu frá t.d. neytendum, verkalýðsfélögunum og Samkeppniseftirlitinu. Ef samvinnuhugsjónin væri við lýði þá myndu menn auðvitað taka því fagnandi og leita að þeim siðferðilega grunni sem frumvarpið byggir væntanlega á. Það væri alla vega einnar messu virði að fara yfir það, ná sátt og samvinnu um þetta verkefni.