154. löggjafarþing — 90. fundur,  21. mars 2024.

búvörulög.

505. mál
[11:59]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er alveg hárrétt, þetta er gott fyrir bændur. Ég tók sömuleiðis, hv. þingmaður, fram í minni ræðu að þetta væri gott fyrir neytendur. Það hefur ekki skort á það í umræðu frá minni hendi hvað það varðar að það sem er verið að leggja til hér sé gott fyrir neytendur. Það er mjög mikilvægt að horfa til þess þegar við erum að fjalla um svona eldfimt og veigamikið mál sömuleiðis að það verða engir bændur nema það séu neytendur sem neyta vörunnar þeirra. Ef bændur geta ekki boðið og afurðastöðvar geta ekki boðið neytendum hér á landi upp á hágæðavöru á góðu verði sem stenst samkeppni við innlenda framleiðslu þá verður engin innlend matvælaframleiðsla hvort eð er hér eftir, þannig að neytendur eru alltaf í fyrirrúmi þegar verið er að fjalla um innlenda matvælaframleiðslu. Gleymum því ekki að við erum með samkeppni á matvörumarkaði. Hún kemur erlendis frá.