154. löggjafarþing — 90. fundur,  21. mars 2024.

búvörulög.

505. mál
[12:05]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni spurningarnar. Ég vil minna á svar mitt í upphafi minnar ræðu áðan þar sem ég fór ágætlega yfir það með útskýringum frá nefndasviði Alþingis sem sneru að því sem var búið að fara yfir og rannsaka málið og mat það sem slíkt að ekki væri þörf á því að málið flokkaðist sem nýtt mál. Ég held að hv. þingmaður hafi setið hér í salnum þegar ég fór með þessa ræðu, svo það sé sagt. Það er alveg hárrétt að við höfum gert þetta í atvinnuveganefnd, höfum tekið upp mál vegna athugasemda frá nefndasviði hvað það varðar, og í þessu tilviki er það vegna þess að tilgangur og markmið frumvarpsins eru þau sömu.