154. löggjafarþing — 90. fundur,  21. mars 2024.

búvörulög.

505. mál
[13:52]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurningarnar. Í mínum huga er svarið tiltölulega einfalt. Þetta mál hefur verið til vinnslu frá 14. nóvember sl. Þá kom það fyrst fram og hefur auðvitað tekið þeim breytingum sem um er rætt. Ég vil líka vekja athygli á því að sambærileg mál hafa áður verið flutt hér í þessum sal og hlotið umræðu. Við erum búin að eiga samtal við þessa aðila sömuleiðis um mjög svipaða hluti. Ég segi bara að við þurfum einhvern tímann að setja punktinn. Ég veit það alveg og geri mér fyllilega grein fyrir því að það eru margir bátar hér fyrir utan sem rugga töluvert hratt núna. En það er þá líka okkar að koma réttum skilaboðum á framfæri til þeirra sem hafa, að réttu, áhyggjur. En þegar verður farið að kynna málið almennilega og verður farið að vinna eftir því þá tel ég þessar áhyggjur óþarfar, myndi ég segja.