154. löggjafarþing — 90. fundur,  21. mars 2024.

búvörulög.

505. mál
[13:55]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka góða spurningu frá hv. þm. Gísla Rafni Ólafssyni. Það veit enginn sína ævina fyrr en öll er, það er nú einu sinni þannig. Ég hef hingað til ekki reynst sérstakur spámaður en ég hef aftur á móti lært það á minni ævi að þegar maður hefur hafið eitthvert ákveðið verk og telur sig hafa unnið gott starf þá vill maður ljúka því með þeim hætti sem maður lagði upp með í upphafi. Ég tel mig vera kominn á þann stað.