154. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2024.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:03]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Borist hafa bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 904, um kostnað vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, frá Birgi Þórarinssyni, á þskj. 918, um lífeyri almannatrygginga, frá Birni Leví Gunnarssyni, á þskj. 1156, um fæðingarstyrki og greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði, frá Líneik Önnu Sævarsdóttur, og á þskj. 1193, um skerðingar ellilífeyris, frá Jóhanni Friðrik Friðrikssyni.

Einnig hafa borist bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 1150, um HIV, og á þskj. 1154, um teymi sérfræðinga um börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni, báðar frá Andrési Inga Jónssyni, á þskj. 1160, um heilsugæsluna á Akureyri, frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur, á þskj. 1197, um samninga Sjúkratrygginga Íslands og sálfræðinga og aðgengi að sálfræðiþjónustu, frá Katrínu Sigríði J. Steingrímsdóttur, á þskj. 1207, um ÁTVR og stefnu stjórnvalda í áfengismálum, frá Diljá Mist Einarsdóttur, og að lokum á þskj. 1209, um samninga Sjúkratrygginga Íslands, frá Oddnýju G. Harðardóttur.