154. löggjafarþing — 98. fundur,  18. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[18:11]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég hef svo sem ekkert miklu við þetta að bæta öðru en því að það varð bara niðurstaðan að við yrðum að fresta þessu. Það er mjög erfitt að ætla að greiða aftur á bak, eins og ég skil þetta, þegar þú ert að koma inn með nýtt kerfi. Þetta er niðurstaðan, einfaldlega vegna þess að það tekur tíma að innleiða þetta. Við verðum að gefa stjórnkerfinu tíma til þess eftir að frumvarpið er samþykkt í þeirri endanlegu mynd sem það mun verða. Fyrr er ekki hægt að ýta endanlega á undirbúningstakkann þó svo að við undirbúum auðvitað allt sem við mögulega getum fram að þeim tíma.