154. löggjafarþing — 99. fundur,  19. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[14:57]
Horfa

menningar- og viðskiptaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Sú vinna sem flugþróunarsjóður hefur sett í að kynna nýja áfangastaði og stuðla að beinu flugi er auðvitað alveg stórkostlegt og að það sé komin þessi niðurstaða. Ég vil líka nefna það og taka undir með hv. þingmanni að við sjáum strax þessa uppbyggingu núna eins og með þessari framkvæmd, hótelin sem á að byggja á Akureyri. Það verður bara að segjast alveg eins og er að við höfum auðvitað notið þess, allt samfélagið og efnahagslífið, hversu vel hefur gengið í ferðaþjónustunni. Þá er gaman frá því að segja að það hafa aldrei komið fleiri ferðamenn hingað en í marsmánuði árið 2024. Ef við berum saman tölur frá árinu 2015 þá er þetta sá mánuður sem hefur skilað flestum ferðamönnum.