154. löggjafarþing — 99. fundur,  19. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[15:11]
Horfa

menningar- og viðskiptaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég skil mætavel spurningar hv. þingmanns. Það var alveg ljóst að þessi ríkisfjármálaáætlun myndi boða aðhald og þetta er ein birtingarmynd þess. Eitt af því sem við erum að gera núna er að fara yfir stofnanaumgjörð ráðuneytisins, kanna hvar við getum nýtt betur innviði í skapandi greinum til að koma til móts við hluta af því sem hv. þingmaður nefnir. En það kemur svolítið á óvart að það komi honum á óvart að um sé að ræða aðhald vegna þess að það er nákvæmlega það sem hefur verið boðað til að ná tökum á verðbólgu. En ég get hins vegar fullvissað hv. þingmann það að um leið (Forseti hringir.) og það er komið þá tel ég að fjármunum sé gríðarlega vel varið til þessara staða sem við vorum að nefna hér áðan.