Bráðabirgðaútgáfa.

154. löggjafarþing — 99. fundur,  19. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[15:17]
Horfa

menningar- og viðskiptaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Varðandi Þjóðaróperuna þá byggir hún auðvitað á framlögum sem við vorum að setja í Íslensku óperuna. Við ráðgerum að 2025 séu það 975 milljónir, svo 2026 125, 125 milljónir ofan á það og svo 75 milljónir og þá verðum við komin með fullfjármagnaða þjóðaróperu. Ég legg áherslu á það hvernig við erum að nýta þá innviði sem eru til staðar.

Varðandi hagræna greiningu á starfslaunum listamanna höfum við því miður ekki gert hana en ég held að það sé algerlega tilefni til að fara betur yfir það. Ég vil nefna að fyrir viku vorum við að kynna hagræna greiningu á endurgreiðslukerfinu og þar kemur í ljós að á tímabilinu frá 2019–2022 eru bein og óbein og afleidd efnahagsumsvif kvikmyndaiðnaðarins á Íslandi eru tæpir 240 milljarðar. Það er gaman frá því að segja að um helmingurinn af endurgreiðslunum (Forseti hringir.) fer í innlenda framleiðslu á móti erlendu framleiðslunni.