154. löggjafarþing — 99. fundur,  19. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[16:40]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Forseti. Ég þakka ráðherra kærlega fyrir svörin og ég held að það sé mikilvægt að við höldum þessu samtali áfram hér og verkunum af því að það er náttúrlega gríðarlega mikilvægt, bæði í nútíð og framtíð, að þetta markmið náist.

Mig langar að nota seinni umferðina í að velta fyrir mér því sem kemur fram um fjármögnunina. Talað er um að sækja fram á grundvelli nýrrar árangurstengdrar fjármögnunar og ég velti því fyrir mér hvort þar inni séu samkeppnissjóðirnir í rannsóknum. Ef svo er, þá hefur t.d. komið á daginn — hér áðan ræddi ráðherra í samtali við annan þingmann um heilbrigðisvísindasviðið — og kvartað hefur verið yfir því undanfarin ár að við höfum dalað í rannsóknum í heilbrigðisvísindum, sem er náttúrlega gríðarlega slæmt, líka þegar kemur að því að laða fólk til landsins og inn í þessar stofnanir. (Forseti hringir.) Hver er hugmyndin sem hér er lýst um árangurstengda fjármögnun í háskólum? Lýtur hún að rannsóknasjóðunum og hvaða sýn er það? Hver er breytingin sem ráðherra er að beita sér fyrir?