154. löggjafarþing — 113. fundur,  16. maí 2024.

útlendingar.

722. mál
[20:30]
Horfa

Birgir Þórarinsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Við eigum að hafa sama regluverkið hér og á Norðurlöndunum og löndunum í kringum okkur og um það snýst þetta frumvarp. Það mun draga úr þeim fjölda sem hingað kemur til landsins. En ég segi það bara eins og ég sagði hér áðan að við urðum fyrir áfalli, það urðu náttúruhamfarir í þessu landi. Við erum fullvalda þjóð og við hefðum haft rétt til þess að loka landamærum tímabundið í nokkra mánuði meðan við vorum að finna út úr þeim vanda. Það hefur ekkert með flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna að gera og ég er alveg sannfærður um að ef það hefði verið gert þá hefði því verið sýndur fullkominn skilningur. Ég er alveg sannfærður um það, hv. þingmaður. (BLG: Þú svaraðir ekki spurningunni.).