29.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 602 í B-deild Alþingistíðinda. (1218)

3. mál, fjáraukalög 1906 og 1907

Hannes Hafstein:

Það er ekki rétt hjá háttv. 1. þm. Húnv. (H. G.) að hér sé að ræða um úrskurð frá stjórnarráðinu, það er að eins athugasemd frá endurskoðanda manntalsbókar-reikninganna. (Hálfdan Guðjónsson: Endurskoðandi er í stjórnarráðinu á 3. skrifstofu, hélt eg). Hér er ekki brotið á móti neinum stjórnarúrskurði.

Eg skal annars ekkert afsaka þetta athugunarleysi sýslumanns, það getur vel satt verið að hann hefði átt að rannsaka betur þetta mál, eftir því tilefni, sem athugasemdin gaf, en hinu vildi eg að eins vekja athygli á, að það er í sjálfu sér ekkert á móti því, að sýslumaður léti vera að fara eftir athugasemdum, sem hann er ósamþykkur og álítur rangar eða á misgáningi bygðar, þangað til stjórnarráðið hefir athugað svör hans og uppkveðið úrskurð sinn. Hér lá enginn úrskurður fyrir.