03.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 367 í B-deild Alþingistíðinda. (124)

6. mál, aðflutningsgjald

Ágúst Flygenring:

Eins og frumvarpið liggur fyrir nú, sýnist mér það óskapnaður, og skal eg geta þess strax, að eg get ómögulega verið með því óbreyttu. En það getur vel verið, að frumvarpið geti lagast svo í nefnd, að eg gæti þá verið með því, og því leyfi eg mér að stinga upp á því, að 5 manna nefnd verði kosin í málið að umræðum loknum. Eg sé ekki ástæðu til að fara út í einstök atriði frumvarpsins nú, en áskil mér rétt til þess síðar.