05.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 919 í B-deild Alþingistíðinda. (1427)

11. mál, fiskimat

Ráðherrann (H. H.):

Alþingi hefir óskað eftir að menn væru skipaðir til þess, að hafa þennan starfa á hendi, og auðvitað er ekki hægt að fá þá launalaust. Lægri laun mun naumast hægt að bjóða, en þau, sem farið er fram á í frumv. stjórnarinnar, ef menn eiga að fást, sem trúandi er fyrir starfinu, og hafa þá þekking og æfingu að þeir séu því vaxnir. Nefndin í Ed. hefir komist að sömu niðurstöðu og álitið, að nauðsynlegt væri að koma á þannig löguðu fiskimati til þess, að varan verði betur vönduð, og á þann hátt verði komið í veg fyrir, að hún missi álit sitt og gengi á útlenda markaðinum.