17.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1237 í B-deild Alþingistíðinda. (1673)

29. mál, námskeið verslunarmanna

Framsögumaður (Magnús Blöndahl):

Eg get verið stuttorður um þetta frv. og það því fremur, sem það er náskylt lögunum frá 1893. Frv. þetta er borið hér fram samkvæmt óskum kaupmannaráðsins hér í Reykjavík og kaupmanna yfirleitt og þeim er þetta áhugamál mikið, því að þeim finst — og það með réttu — að atvinnuvegir kaupmanna og iðnaðarmanna séu svo ólíkir í fleiri atriðum, að örðugt sé að beita lögunum frá 1893, þegar um námssamning verzlunarmanna er að ræða.

Eg vil taka það fram að við samning eða prentun frv. hefir fallið burt ein setning úr 13. gr., um skipun gerðardómsins utan kaupstaða og svo síðasta gr. frumv., sem verður 11. gr. og mun þetta hvorttveggja verða lagfært til 2. umr.

Eg leyfi mér að vænta þess, að h. deild taki frumv. þessu vel og vísi því til 2. umr.