06.05.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1459 í B-deild Alþingistíðinda. (1985)

94. mál, stjórnarskipunarlög

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg ætla að gera dálitla athugasemd. Það hefir komið fram þingsfyrirdæmi um það, að minni hluti nefndar hefir ekki komið fram sínu máli hafi meiri hlutinn staðið í móti. Það hefir sem sé komið fyrir, að minni hlutinn hefir lagt sitt nefndarálit fram, en þingið neitað að taka það til greina, fyr en meiri hlutinn hefði komið með sitt álit á málinu.