24.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1491 í B-deild Alþingistíðinda. (2678)

96. mál, þjóðmenjasafn Íslands

Sigurður Sigurðsson:

Eg ætla ekki að svara háttv. 2. þm. S.-Múl. (J. Ól.) öðru en því, að um há-sumarið hafa flestir svo miklum störfum að gegna, að þeir mega ekki vera að því að ferðast til Reykjavíkur til að skoða forngripasafnið. Eg vildi í sambandi við þetta mega benda á það, að forngripavörðurinn yrði látinn ferðast til fornmenjasöfnunar og fleira um heyskapar-tímann, því þá eru að jafnaði fáir á ferð, að minsta kosti utan af landinu, eða yfir höfuð þeir, sem hafa ærlegum störfum að gegna.