13.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 641 í B-deild Alþingistíðinda. (419)

28. mál, útlent kvikfé

Júlíus Havsteen:

Eg stend upp að eins til þess að mæla með frumv. í sambandi við það, sem eg sagði um það við 2. umræðu. Eg vona, að það hafi haft nokkur áhrif, enda er frumv. mjög nauðsynlegt. Það skemmir okkar ágæta hundakyn, ef útlendir hundar eru fluttir inn í landið, og væri það til stórra skaða fyrir þá, sem hundanna hafa mest not, fyrir fjárræktarmennina.