02.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 705 í B-deild Alþingistíðinda. (507)

36. mál, sala á Kjarna

Lárus H. Bjarnason:

Eg þykist vita að háttv. þm. Ak., sem er læknir, muni vilja lækna lekann sem fyrst, svo að ekki grafi hann um sig.

Það má vel ná til Hrafnagilshrepps með símanum og spyrjast fyrir um það, hvort hann hafi nokkuð á móti þessari breytingu. Eg skal taka að mér að leita þeirra upplýsinga. — Hitt er ekkert að vita, hvað neðri deild kann að gera í málinu, ef það sleppur héðan.

Eg veit vel að þetta mál er orðið flokksmál hér í deildinni, og kappsmál, svo mikið kappsmál, að jafn stiltur maður og háttv. þm. Ak. talaði af sér við síðustu umræðu málsins. — En eg vona þó að háttv. deildarmenn vilji ekki hafna þeim útvegi, sem eg hefi bent á, til þess að komast hjá því, að rétti Hrafnagilshrepps verði hallað meir en þörf gerist.