16.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 905 í B-deild Alþingistíðinda. (773)

66. mál, Húsavík eða Þorvaldsstaðir

Lárus H. Bjarnason:

Það er ofboð einföld spurning sem hér liggur fyrir; það er að eins það, hvort eigi að vísa frumvarpinu til 2. umr. eða ekki, og mér finst það sjálfsagt. Það er sómi sem öllum málum, sem nokkurs eru verð, er sýndur. Það er satt, sem háttv. þm. Akureyrar sagði, að það er þýðingarlítið að kjósa nefnd í málið, þar eð ekkert er til að athuga, en háttv. flutningsm. hefir lofað að gefa frekari upplýsingar við 2. umræðu, og vil eg því leggja til, að málinu sé leyft að halda áfram, og mætti þá kjósa nefnd eftir 2. umræðu, ef mönnum sýndist ástæða til þess.