16.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 906 í B-deild Alþingistíðinda. (774)

66. mál, Húsavík eða Þorvaldsstaðir

Steingrímur Jónsson:

Háttv. 2. þm. G.-K. taldi það til foráttu að afgreiða frumv. frá þessu þingi, að hér væri ekki verið að selja þorpinu heldur hreppnum jörðina. Eg skal í því sambandi geta þess, að eg tók það fram áður, að hreppnum yrði ekki skift fyr en söluheimildin er fengin; en annars má koma því inn í frumv. með einfaldri breyt.till., að salan færi ekki fram fyr heldur en þorpið er orðið sérstakt sveitarfélag. Viðvíkjandi því að prestalaunasjóðurinn fái sitt, þá á auðvitað að virða jörðina, og fyrst að því búnu veitir frv. stjórninni heimild til að selja fyrir ekki lægra verð en þar yrði ákveðið.